Frá Steinslæk með Þjórsá og Sauðholti að Kálfholti.
Vestan við bæinn á Sandhólaferju er Hamarinn. Þar var öldum saman lögferja á Þjórsá. Í Landnámu segir frá ósætti Sigmundar Sighvatssonar og Steins snjalla Baugssonar, sem báðir vildu fara fyrr yfir ána. Drap þá Steinn Sigmund og hefur biðraðamenning skánað síðan þá.
Byrjum við þjóðveg 275 norðan Sandhólaferju, þar sem Steinslækur kemur í Þjórsá. Förum norður á austurbökkum Þjórsár og síðan norðaustur yfir Kálfalæk að þjóðvegi 288 suðaustan við Kálfalæk.
8,2 km
Rangárvallasýsla
Nálægar leiðir: Þjórsárbakkar.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort