Meirihluti spurðra telur skuldaaðgerðirnar ekki eða varla munu gagnast sér. Meirihluti spurðra er samt frekar eða mjög sáttur við aðgerðirnar. Líklega endurspeglar þessi tvískinnungur, að málið sé nauðsynlegt, þótt það gagnist færri en lofað var. Í annarri könnun kom fram, að Framsókn hefur endurheimt helminginn af kosningafylgi sínu. Skuldaaðgerðirnar hafa semsagt lagað stöðu Framsóknar að hálfu. Enn er allt þetta í skógi, en ekki í húsi. Þeir, sem spyrjast fyrir um stöðu sína, fá svarið: Seinna. Gegnsæið, sem átti að vera komið strax, kemur kannski á miðju næsta ári. Fylgi mun því áfram sveiflast.