Sjálfstæðisflokkurinn býður okkur enn lukkuriddara úr hruninu til að stjórna landinu. Berst harðar en nokkru sinni áður fyrir sérhagsmunum kvótagreifa og pilsfaldakapítalista. Eðlilegt er, að slíkur flokkur fái nú botnfylgi sitt, sauðsvartan almúgann, 25% þjóðarinnar. Hins vegar er fráleitt, að sama gildi ekki um Framsóknarflokkinn. Hann stendur eins þéttan vörð um kvótagreifa og sérvalda braskara og systurflokkurinn. Stefnuskrá hans er í algerri andstöðu við gerðir hans á Alþingi. Framsókn á bara að hafa 10% fylgi, sauðsvartasta almúgann úti á landi. Alls er hópur hinna sauðsvörtu um þriðjungur fólksins.