Sauðunum smalað í vor

Punktar

Í vor verður sauðunum smalað af fjalli. Hafa í fjögur ár lifað í harðindum frelsis og líkað misvel. Fyrir fjórum árum véku þeir bófum frá stjórn og tóku sér bjána til valda í staðinn. Sumir dunduðu á fjalli við að smíða sér stjórnarskrá, sem fjórflokkurinn hlær að. Í staðinn á að negla einkarétt kvótagreifa á auðlindum sauða til 20 ára. Nú líður senn að nýjum réttum. Nú vilja sauðir taka bófana aftur í sátt og refsa bjánunum. Fjórflokkurinn fær að halda völdum eins og ævinlega. Þeir, sem ætíð voru harðastir í að rýja og flá sína sauði, munu fá umboð sauðanna í fjögur ár til að ræna og rupla.