Sautján síðna starfsauglýsingar í Fréttablaðinu í dag. Bara orðið eins og fyrir hrun. Skráð atvinnuleysi komið varanlega niður fyrir 6%. Þýðir í raun jafnvægi í heildina milli framboðs og eftirspurnar, þótt staðan sé misjöfn eftir greinum. Mest er auglýst eftir sérhæfðu starfsfólki í blaðinu í dag, háskólamenntuðum sérfræðingum á ýmsum sviðum. Segir okkur, að framtíð unga fólksins sé í langskólamenntun og kemur ekki á óvart. Segir okkur líka, að svonefnd “hjól atvinnulífsins” snúast á fullu. Varhugavert að verðbólgast framúr sér á því sviði, eins og bófaflokkar vinnumarkaðarins eru að heimta.