Sconi, Morsi og Davíð

Punktar

Fleiri kjósendur eru foráttufífl en Íslendingar einir. Mario Monti segir af sér forsætis á Ítalíu og Berlusconi tilkynnir endurkomu sína. Vafalaust munu Ítalir enn kjósa sinn ofursterka leiðtoga. Egyptar kusu sinn Mohammed Morsi, sem var fljótur að gefa út tilskipun um sitt eigið einræði. Kjósendur munu vafalaust endurkjósa hann í hrifningu á sínum sterka leiðtoga. Írakar dáðu Saddam Hussein eins og Rússar dá Vladimir Putin, hvort tveggja örgustu bófa. Tveir þriðju hlutar íslenzkra kjósenda eru svo skyni skroppnir, að vonlaust er að koma upp nýju Íslandi. Gefur Davíð sterki ekki bara kost á sér aftur?