SDG hvílist eftir ekkert

Punktar

Sigmundur Davíð hvílist á Florida eftir fimm mánaða ráðherradóm. Hefur samt ekkert gert til að þurfa að hvílast. Allt, sem ríkisstjórnin hefur gert, er frá Sjálfstæðisflokknum komið. Snöggt var afgreidd aðstoð við fjárhaldsmenn flokkanna. Kvótagreifar fengu gefna eftir auðlindarentu. Auðgreifar fengu gefinn eftir auðlegðarskatt. Svo datt allt í dúnalogn og hefur síðan verið svo. Formenn stjórnarflokkanna tala út og suður um gildi skjala og túlkun orða og dagsetninga. Minni spámenn flagga óskhyggju um að sparka í aumingja. En forsætis er ekki gefinn fyrir vinnu og þarf að hvílast eftir ekki neitt.