Það var Bjarna Benediktssyni og öllum ráðherrum Sjálfstæðis um megn að sitja í þingsal og hlusta á meginræðu forsætis. Ég skil þá vel, Sigmundur Davíð sagði ekkert nýtt. Aðeins hafa verið skipaðar fleiri og fjölmennari nefndir til að fjalla um skuldavandann. Góðs viti, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lýsi svona frati á forsætis. Eykur trú mína á, að þeir reyni að bremsa skýjaglópinn, sem hrekst milli heimsmetanna. Eitt sinn sagðist hann hafa náð í þúsund milljarða í Noregi. Í annað sinn hafa náð í kanadískan gjaldmiðil. Loforð hans um 300 milljarða heimsmet í eftirgjöf skulda var óðs manns æði.