Sé eftir Pétri Gunnarssyni

Fjölmiðlun

Eyjan.is hefur daprazt upp á síðkastið. Í morgun voru tveggja daga gamlar fréttir á forsíðunni og tveggja daga gamalt blogg. Það er vont konsept að velja ákveðna bloggara og frysta þá inni. Meðan bloggheimur er í stöðugu uppnámi og kollsteypum. Latasti bloggari Eyjunnar hefur ekki bloggað síðan í janúar. Ellefu þeirra hafa ekki bloggað í meira en mánuð. Fréttirnar hafa líka versnað. Til skamms tíma var þar nokkuð um sérsamdar fréttir, sem oft voru betri en fréttir fjölmiðlanna. Núna eru allar fréttir hennar beint upp úr hefðbundnum fjölmiðlum. Ég sé eftir Pétri Gunnarssyni sem ritstjóra.