Gott er að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri, hindri hann áform um byggingar á svæðinu. Hins vegar vil ég ekki, að Reykjavíkur-hatarar beiti ríkisvaldinu gegn rétti sveitarfélaga til skipulagsmála. Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar um það efni tel ég fráleitt rugl. Verr er mér þó við siðleysið, sem einkennir baráttu „flugvallarvina“. Umrædd braut hefur aldrei verið, er ekki og verður aldrei nein „neyðarbraut“. Hún er bara ónýt og ónotuð braut. Ljótt er að ljúga fögru orði upp á það, sem ekkert er. Alveg eins mætti kalla Framsókn góðgerðasamtök. Þótt ég hafni byggð í Vatnsmýri hafna ég enn frekar siðleysi „flugvallarvina“.