Seðlabankinn einangraður

Punktar

Seðlabankinn er einangraður í samskiptum norrænna seðlabanka við bandaríska seðlabankann. Hann getur innan tveggja sólarhringa ekki svarað, hvers vegna hann er ekki í samstarfinu. Það stafar af, að stofnunin er óhæf til allra verka. Þar er fullt af kvígildum, sem pólitískir seðlabankastjórar hafa ráðið. Enginn ráðamaður bankans segir heldur Kónginum að fara varlega og þeyta ekki smjörklípum úti á torgum. Hámenntaðir aumingjar sitja þarna og bugta sig fyrir frekjudalli, sem kann ekki par í hagfræði eða peningafræði. Íslenzka peningaruglið nær hámarki í kóngi Seðlabankans, höfundi hrunsins.