Seðlabankinn fíflaður

Punktar

Skrítin eru rök Seðlabankans um andvaraleysið gagnvart Allianz. Bankinn hafi talið svo fáa mundu brjóta lög, að ekki tæki því að skipta sér af. Úr því að bankinn telur lífeyri í gjaldeyri vera lögbrot, á hann ekki að vera sáttur við lögbrot hinna fáu. Annað hvort eru lögbrotin lögbrot eða ekki. Í skjóli bankans runnu 40 milljarðar gjaldeyris úr landinu á fjórum árum. Til hvers eru þá gjaldeyrishöft fyrir aðra. 30.000 manns notfærðu sér gatið til að koma eignum undan krónunni. Hef talið Seðlabankann vera eina af mörgum stofnunum, þar sem menn stíga ekki í vitið. Þeir voru hreinlega plataðir upp úr skónum.