Framsókn vill, að Seðlabankinn fjármagni skuldbreytingar fólks. Þar verði búinn til leiðréttingasjóður. Skattgreiðendur borgi svo seinna. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur: „Öruggasta leiðin til að senda lánshæfiseinkunn ríkissjóðs beint niður í RUSLFLOKK.“: Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði ljóst að leiðréttingasjóður væri ígildi PENINGAPRENTUNAR: „Og það þarf ekki að stafa ofaní ykkur hvaða áhrif það hefur.“ Útkoman verður alger kollsteypa í verðbólgu. Heillum horfinn SDG svaraði bankanum með kvörtun um, að hann væri kominn í pólitík. Fattlaus í peningafræðum er SDG kominn í ruslflokk.