Sefasýki og lungnabólga

Punktar

Hversu bráð, sem lungnabólgan fræga frá Kína er, þá er hún ekki bráðsmitandi, því að einungis einn af hverjum fimmþúsund íbúum Hong Kong hefur veikst af henni. Og ekki er hlutfall látinna hærra en í hverri annarri lungnabólgu. Skynsamlegt er að vera á varðbergi gegn henni eins og öðrum sjúkdómum. En sefasýki fjölmiðla og heilbrigðisyfirvalda er alveg út í hött, þar á meðal Íslandi. Gripið hefur verið til rándýrra aðgerða til að sýna fram á, að eitthvað sé gert í málinu. Efnahagslíf heimsins hefur orðið fyrir stórtjóni, ekki vegna lungnabólgunnar sjálfrar, heldur vegna sefasjúkra viðbragða opinberra aðila undir forustu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Philip Bowring skrifar um nokkra þætti málsins í International Herald Tribune.