IPA þýðir aðlögunaraðstoð. Þetta eru styrkir, sem Evrópusambandið veitir til að gera væntanlegum aðildarríkjum kleift að endurbæta stjórnsýslu, svo að hún standist evrópska gæðastaðla. Pólitískir bófaflokkar hafa engan áhuga á að bæta gæðastaðla stjórnsýslu, því að þeir vilja hafa sem mest gerræði. Af sömu ástæðu óttast þeir samstarf Evrópu eins og pestina. Þegar Ísland setur aðild á ís, falla styrkirnir niður. Sigmundur Davíð veit, að það selur að segja Íslendinga eiga að standa á eigin fótum. Segðu landbúnaðinum það, Sigmundur Davíð, og vertu ekki alltaf að reyna að hafa þjóðina að fífli.