Í alvörulandi hefði Jón Gíslason sagt af sér sem forstjóri Matvælastofnunar. En Ísland er ekki slíkt, heldur Undraland spillingar, gerræðis og heimsku. Hér segir enginn af sér, þótt sannanlega sé hann óhæfur. Alls enginn. Davíð Oddsson hinn óhæfasti var dreginn æpandi og öskrandi úr Seðlabankanum. Í níu mánuði lá Matvælastofnun á upplýsingum um kadmíummengun í tilbúnum áburði frá Skeljungi. Meðan var áburðinum dreift um allt land. Matvælastofnun er dæmi um ríkisapparat í samstarfi við sérhagsmuni af ýmsu tagi. Þessi sjötíu manna stofnun er forstjóranum og þjóðinni til skammar. Burt með bófana.