Segja það sem bezt hljómar

Punktar

Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Magnússon hafa ýmsar skoðanir á, hverjir eigi Kaupþing og Íslandsbanka. Lengi fullyrtu þeir, að erlendir kröfuhafar ættu bankana. Það hentaði ráðherrunum að segja þá. Nú hentar ráðherrunum að segja, að kröfuhafar eigi bara alls ekki bankana. Raunar eigi engir þá, kannski skilanefndir eða slitastjórnir. Kannski eiga þeir sig bara sjálfir. Það er einkenni íslenzkra ráðamanna, að sannleikur skiptir þá engu. Segja bara það, sem þeim dettur í hug að bezt hljómi hverju sinni. Svo furða þessir loðnu og lygnu og leyndó sig á, að enginn treystir þeim til neins.