Samfélagið er ríkara en nokkru sinni fyrr. Samt virðist ekki vera til fé til að halda uppi velferð að hætti fátækari tíma. Velferðin hefur verið skorin niður til að rýma fyrir hagsmunum auðgreifa. Tekjuskattar fyrirtækja og auðgreifa hafa verið lækkaðir, niðurgreiðslur ríkisskulda hafðar of hraðar. Þar á ofan hefur ríkið neitað sér um fé frá útboðum leigukvóta og annars aðgangs að auðlindum. Öll auðsöfnun hefur lent hjá þeim allra ríkustu. Mismunur ríkra og fátækra hefur stóraukizt. Þetta erum við búin að horfa upp á í nokkra áratugi, án þess að hinn breiði massi hafi áttað sig. Samt kemur að því, að fólk rísi upp og segi nei.