Segjum útlöndum sannleikann

Punktar

Þorvaldur Gylfason hefur rétt fyrir sér eins og oft áður. Segir óviðeigandi, að ríkið láti ekki þýða sannleiksskýrsluna með hraði. Lágmarkskurteisi við umheiminn, segir hann. Ekki bara það. Skýrslan er ómetanlegur minnisvarði um stjórnsýslu af ömurlegasta tagi. Umheimurinn á rétt á að fá að vita, hvað hann eigi að forðast í framtíðinni. Hrun Íslands á að verða skólabókardæmi fyrir allan heiminn. Þurfum á því að halda, að umheimurinn túlki skýrsluna og hjálpi okkur við framhaldið. Ef við látum sem ekkert sé, verður Davíð Oddsson fyrr en varir aftur orðinn forsætis og seðló. Jafnvel líka forseti.