Pistlar eftir Jens Einarsson bera af öðrum fréttum af heimsleikum íslenzka hestsins í Berlín. Jens er gamall refur í hestafréttum og býr yfir langri þekkingarsöfnun í faginu. Blandar skemmtilega saman gríni og alvöru. Gaman er, þegar slíkir segja skilið við félagslegan rétttrúnað og fara að segja sannleikann án tillits til kerfiskarla. Jens lætur allt flakka um hlægilega dóma og dómahefð, hreyfihamlaða verðlaunahesta og annað, sem skiptir meira máli en froðan úr kerfiskörlum hestafrétta. Lesið pistlana og lærið, hvernig á að segja fréttir af öðrum hlægilegum vettvangi, svo sem íslenzkri pólitík.