Selfoss-dauðinn

Punktar

Plágur berast yfirleitt frá Asíu með rottum eða sníkjudýrum á rottum. Svarti dauði barst til Íslands með rottum. Alls staðar í heiminum eru kettir rómaðir sem eyðingarvopn gegn rottum. Nú á að banna ketti á Selfossi. Nema feita inniketti í aktygjum. Þar með er rottum heimsins vísað á Sefoss. Spurning er, hvort helbrigðisyfirvöld verði ekki að hafa gát á þorpinu, ef það tekur við af Asíu sem uppspretta nýrrar plágu. Hún mundi þá vera nefnd í stíl Svarta dauða og kölluð Selfoss-dauðinn. Ætli minni háttar yfirvöldum dugi að stjórna köttum, þegar ríkisstjórnin ræður ekki við pólitíska ketti.