Seltjarnarnesið

Punktar

Umhverfisstríð hefur verið háð með hléum á Seltjarnarnesi í meira en áratug. Fyrst var barizt um byggð á Valhúsahæð að tillögu Sjálfstæðis og Framsóknar. Eftir jafntefli þar fluttist stríðið vestur fyrir Nesstofu, þar sem tókst að koma í veg fyrir frekari byggð í fuglagriðlandinu. Nýlega var barizt til sigurs gegn byggð sunnan og austan við Valhúsaskóla. Á þessu ári hefur verið lamin niður hugmynd um byggð úti í sjó við Bakkagranda. Og nú stendur slagurinn um byggð úti í sjó við Eiðisvör, þar sem umhverfisfólk mun sigra, af því að Nesið er því verðmætara sem minna er þar byggt.