Þriðjungur kjósenda er haldinn þeirri firru, að stjórnarandstaða Flokksins og Framsóknar megi taka við völdum. Þetta eru bjánar eins og þeir gerast eingöngu á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur að vísu gert ótal vitleysur, en hún olli ekki hruninu. Þótt Pétur Blöndal og hálf þjóðin trúi því. Það var þáverandi ríkisstjórn og þáverandi seðlabankastjóri, sem ollu hruninu. Fjöldamargir heimta í skoðanakönnunum, að þetta lífshættulega lið komist aftur til valda. Með mútuþega, kúlulánaprinsa, skattsvikara, vafninga og dæmda þjófa í forustunni. Íslendingar vilja sem óðast komast í annað hrun.