Sendiherra rekur áróður

Punktar

Ég sé enga ástæðu til að taka alvarlega grein sendiherra Rússlands í Mogga í gær. Victor I. Tatarintsev fegrar þátt Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöld. Það er atvinna hans, kemur sagnfræði lítið við. Rússland nútímans er undir stjórn fyrrverandi yfirmanns í leyniþjónustunni. Vladimir Pútín leggur mikla áherzlu á gamla heimsveldisdrauma. Grein sendiherrans er þáttur í tilraunum Pútíns að fegra Stalín og verk hans. Hún er ekki vitrænt innlegg í umræðu um Stalín og Sovétríkin og heimsstyrjöldina. Mér sýnist einstaklingar og útgáfur á blogginu taka grein þessa of alvarlega sem umræðugrundvöll.