Raymond Davis er CIA-maður í sendiráði Bandaríkjanna í Pakistan. Skaut og drap tvo menn, sem reyndu að ræna hann. Bílstjóri frá sendiráðinu reyndi að koma honum til hjálpar, keyrði á mann og drap hann. Davis var handtekinn. Þetta gerðist á fimmtudaginn. Bandaríkjastjórn krefst lausnar hans, þar sem hann njóti friðhelgi sendimanna. Í Pakistan er sendimönnum ekki leyft að vera vopnaðir. Þið getið ímyndað ykkur viðbrögðin, ef annað eins hefði gerzt í Reykjavík. En svona er yfirgangur Bandaríkjanna taumlaus í samskiptum við umheiminn. Erum við viss um, að sendimenn Bandaríkjanna hér séu óvopnaðir?