Senn þarf byltingu

Punktar

Örfáir mánuðir eru síðan atvinnurekendur og verkalýðsrekendur sömdu um afspyrnu litlar og lélegar launahækkanir almennings. Þá veltu málsvarar auðsins sér í krampaköstum yfir ógnum samninganna, yfirvofandi verðbólgu og ragnarökum. Nú er veruleikinn kominn í ljós. Auðgreifarnir skammta sjálfum sér tífaldar hækkanir. Nú eru peningar nógir. Það sýna ársreikningar og arðgreiðslur og forstjóralaun. Upplýst er, að í aldarþriðjung hefur allur hagvöxtur runnið til greifa, ekkert til almennings. Velferð skorin niður við trog til að gefa greifunum árlega tugi milljarða. Nú þarf byltingu gegn klíku atvinnurekenda og verkalýðsrekenda.