Séra Halldór bjargaði sálinni

Punktar

Séra Halldór Gunnarsson, hestamaður í Holti undir Eyjafjöllum, bjargaði sál Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í dag. Bar fram áskorun á styrkþega og fyrirgreiðsluþega að segja af sér. Þeir, sem hefðu “þegið háa styrki” eða “meiri fyrirgreiðslu en almenningi stóð til boða”, sýni ábyrgð. Nefndi Gísla Martein Baldursson og Guðlaug Þór Þórðarson. Fundurinn samþykkti tillögu Halldórs. Annar klerkur stóð upp, séra Geir Waage. Hvatti pólitíkusa til að fara að siðaðra manna reglum. Flokkurinn þyrfti að taka til hjá sér. Þetta voru meiri tíðindi en að Bjarni Benediktsson slefaði í höfn með 62% atkvæða.