Séra Halldór Gunnarsson í Holti er einn örfárra sjálfstæðimanna, sem ég hef ævinlega metið. Enda hefur sjálfstæð og einörð hugsun hans vakið athygli. Nú hefur hann sagt sig úr flokknum. Um það segir Halldór: “Hann er orðinn tæki auðmanna og þeirra, sem þeir velja til þjónustu, – í þágu auðvaldsins.” Sá gamli flokkur, sem ég var í endur fyrir löngu, er orðinn breyttur. Gætir nú vafningalaust hagsmuna útgerðarauðvaldsins og annarra auðhringja, sem voru í braski við hrun. Halldór segir stuðningsfólk flokksins “hafa verið misnotað til varðstöðu um hagsmuni auðs og valds í landinu”. Þetta er kjarni málsins.