Sérákvæðið um Ísland

Punktar

Ísland er fjarri Evrópusambandinu. Fólk vill búa í haginn fyrir viðræður um aðild, ekki meira. Samþykkt verður að laga stjórnarskrána þannig, að hefja megi aðildarviðræður. Ef þær leiða til komu erlendra fiskiskipa á miðin við landið, er málið sjálfdautt. Þá verður málið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á því er enginn minnsti efi. Menn verða að hafa tröllatrú á sérákvæði um fiskimiðin til að keyra málið svo langt. Upplýsingar frá Evrópusambandinu eru misvísandi. Mér finnst samt blasa við, að það muni fallast á sérákvæði. Viðræður, sem ekki leiða til þolanlegrar niðurstöðu, eru samt tímasóun.