Sérdrægni og þunglyndi

Punktar

Tvær góðar greinar eru í Guardian í dag. Í annarri fjallar Catherine Bennett um vaxandi sérdrægni. “En ég fékk mér bara rækjukokkteil” segir í inngangi hennar, fólk vill ekki lengur splitta hádegisverðinum. Hún telur sértækar aðgerðir í stað almennra hafa talið miðstéttum trú um, að þær borgi bara, en fái fátt í staðinn. Í hinni segir Giles Fraser að þunglyndislyf telji fólki trú um, að þunglyndi sé ekki eðlilegt ástand. Þunglyndið versni við kröfuna um að brosa ætíð út að eyrum. Þótt Guardian sé ekki eins beitt og áður, má þó enn finna þar ýmislegt nothæft, sem aldrei sést í fjölmiðlum hér á landi.