Björn Óskar Vernharðsson er virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum. Heldur því samt leyndu, þegar hann flaggar meintri þekkingu á túlkun líkamstjáningar. Sem slíkur kemur hann stundum fram í fjölmiðlum. Erindi hans þar er að túlka líkamstjáningu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins sem hvikula og undirförula. En líkamstjáningu oddvita Sjálfstæðisflokksins sem merki um hreinskilni og heiðarleika. Fjölmiðlar eru orðnir svo rúnir greind og getu, að blaðamenn lepja upp áróður Björns Óskars. Þeir flagga honum sem sérfræðingi í hátterni fólks. Og segja okkur ekki frá, að hann er málsvari Sjálfstæðisflokksins.