Bloggvinur grínaðist um, að ég vissi ekki, að krossgötur væru í fleirtölu. Fíflið ég hafði sagt þrjár í staðinn fyrir þrennar. Á ég þó reynslunnar vegna að teljast sérfræðingur í texta. Bloggari fann annan höfund vísu, sem sérfræðingar eignuðu Halldóri Laxness. Bloggið hrekur þannig sérfræðinga á undanhald. Samanlögð vizka múgsins er meiri en lærð þekking sérfræðinga, fagmanna. Dæmi um þetta eru blaðamenn. Langt er síðan skoðanir hættu að vera sérfræði og urðu almannaeign. Nú eru sjálfar fréttirnar smám saman að verða blogg. Þær eru líka orðnar ókeypis eins og skoðanirnar. Úrelt stétt?