Kristján Þór Júlíusson ráðherra hefur nánast skírteini upp á að geta með léttum leik rústað Landspítalanum. Hann var bæjarstjóri á Ísafirði, þegar hið fræga loforð var gefið: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Var svikið umsvifalaust. Þannig setti hann Ísafjörð á hliðina. Var í verðlaunaskyni gerður að bæjarstjóra Samherja á Akureyri. Þar var Kristján Þór við sama orðstír unz hann tók að sér að rústa Landspítalanum frá A til Ö; húsnæðinu, tækjunum og starfsfólkinu. Segir blákalt, að varðveitt verði „gott ástand“ á spítala allrar þjóðarinnar. Þá vitið þið, að niðurskurðarhnífnum verður sveiflað af grimmd.