Sérhæfing í raðglæpum

Punktar

Munurinn á forsætis og fjármála er, að Sigmundur Davíð virðist beita og beitir samhengislausu rugli. Bjarni hins vegar virðist vera með tungumálið í sæmilegu samhengi, þótt röksemdafærslan sé ekki upp á marga fiska. Ekki skildi ég ræðu hans um afnám gjaldeyrishafta, kaup og sölu bankanna. Svo var raunar um fleiri, sem tjáðu sig um ræðu hans í gær og í dag. Mér kom í hug ástandið í aðdraganda hrunsins, þegar bankarnir voru gefnir einkavinum. Verður útkoman að þessu sinni sú sama, að ríkið kaupir bankana til að gefa gæludýrum? Tap skattgreiðenda af fyrra tilviki nam hundruðum milljarða. Hvert verður þá tap skattgreiðenda núna? Sérhæfa bófaflokkarnir sig í raðglæpum?