Frekustu hagsmunasamtök landsins skipuleggja sína menn á stjórnlagaþing. Þjóðkirkjan heimtar undirskrift sinna manna og mun hampa þeim. Kvótagreifar munu hampa sínum, Evrópusinnar sínum, Evrópuandstæðingar sínum. Nái slíkir frekjudallar fram vilja sínum, verður stjórnlagaþingið að skrípaleik. Venjulegir kjósendur eiga þess bara kost að hafna öllum meðmælalistum sérhagsmua, sem verða í boði. Sérhagsmunalausir kjósendur verða að standa saman gegn valdahópum og kjósa eingöngu þá, sem eru frjálsir af slíku. Látum herhvöt sérhagsmunahópa leiða til harðskeyttra varna venjulegra kjósenda.