Útvarpið var því miður í gangi í ræktinni í morgun. Neyddist til að heyra sjálfvirka gladíatora slást á Bylgjunni. Ekki veit ég, hverjir hafa gaman af efni, sem felst í gaggi og góli pólitísks eða hagfræðilegs ofsatrúarfólks. Að minnsta kosti kemur innihaldið engum að gagni. Þú hættir að heyra það og ekkert kemst í eyrun nema gaggið og gólið. Allt annað var að heyra viðtal á sömu stöð við mann, sem flytur inn bíla eða flytur þá ekki inn. Kannski finnst þáttastjórum flott að láta fólk rífast eins og hunda og ketti. En það er þreytandi til lengdar. Betra er, að fólk tali seríalt en parallelt.