Séríslenzk fáokun

Punktar

Eldsneyti kostar fólk 4-4,5 milljörðum meira en það þarf að gera vegna fáokunar á markaði. Ósjálfsráða taugakerfið í stjórnendum olíufélaga gerir þeim kleift að haga olíuverði sjálfvirkt. Þurfa ekki einu sinni að fara á leynifundi uppi í Öskjuhlíð. Þannig er markaðurinn yfirleitt á Íslandi, hann er fáokun, sem okrar á notendum. Hinir ríku verða ríkari og hinum fátækari er haldið við hungurmörk. Meðaltalið er sjálfsagt í lagi í línuritum bófanna, en almenningur étur ekki excel. Hér ríkir fáokun í eldsneyti, í dagvöruverzlun, í búvöru, í tryggingum og svo framvegis, en einkum þó grimm í bönkum. Því eru Íslendingar bláfátækir.