Séríslenzkur lekavandi

Punktar

Vandamál Íslendinga vegna leka á persónulegum upplýsingum eru verri en víða annars staðar. Það stafar af ósannsögli og kæruleysi þeirra, sem höndla með þessar upplýsingar. Vodafone eyddi ekki upplýsingum eftir þrjá-sex mánuði. Virðist raunar hafa geymt þær endalaust. Svo þegar málið upplýsist, hrekst forstjórinn úr einni lyginni í aðra. Aldrei dettur honum í hug að segja satt. Það er mjög íslenzkt. Þar á ofan bregzt eftirlit Fjarskiptastofnunar. Íslenzkar eftirlitsstofnanir forðast eftirlit af fremsta megni. Enda eru þar stjórar, sem trúa blint á hægri áróður fyrir því, að eftirlit sé skaðlegt.