Sérkennilegar grunnþarfir

Punktar

Íslendingar gera rosalegar og óskiljanlegar kröfur til lífsins. Ég les í fjölmiðlum viðtal við mann, sem er gjaldþrota og telur baðstofupláss á World Class samt vera hluta af grunngæðum lífsins. Flatskjárinn er gott dæmi um þetta brenglaða hugarfar. Þegar nóg er til af notuðum tækjum, kaupir fólk sér lúxus fyrir hundruð þúsunda. Telur hann vera grunnþörf, rétt eins og raðhús og jeppi. Ungt fólk byrjar búskap með öllu, sem hugurinn girnist. Þessi firra er 100% í skuld, sumpart í myntkörfulánum. Fólk þarf ekki að verða hissa á gjaldþroti sínu, ef það telur baðstofupláss til mannréttinda.