Sérkennilegur úrdráttur Styrmis

Punktar

Heppnir eru þeir, sem lesa Sannleiksskýrsluna og hafna fölsuðum úrdráttum, svo sem bók Styrmis. Lesendur skýrslunnar sjá sannleikann framhjá hliðvörðum hagsmuna. Sjá, að helztu ráðamenn og embættismenn sváfu á verði. Uppteknir af ímynd fremur en raunveruleika. Langverstur er þáttur Davíðs. Bjó til eftirlitsleysi, sem skapaði bófaflokkum svigrúm. Sá hrunið koma, en gerði ekkert. Hlustaði ekki á erlenda seðlabankastjóra. Leyfði IceSave að vaxa. Greiddi bankabófunum 350 milljarða á lokasprettinum og gerði Seðlabankann þannig gjaldþrota. Á þinn kostnað. Það stendur ekki í úrdrætti Styrmis.