Sérmál draga skammt

Punktar

Vinsælasta sérsvið pólitískra skoðana er stuðningur við endurheimt þjóðarinnar á auðlindum hafsins, sem mælist í 7,5% fylgi Frjálslynda flokksins. Næstvinsælasta sérsviðið er stuðningur við ósnortin víðerni landsins, sem mælist í 9% fylgi vinstri grænna, sem væri kannski 6%, ef flokkurinn væri bara grænn. Önnur sérsvið mælast varla. Stuðningur við spillingarfrí stjórnmál er innan við 2%, eins og hann mælist í fylgi Nýs afls. Stuðningur við aðild að Evrópu mælist ekki, því að enginn flokkur fæst til að mæla bót því þjóðþrifaverki. Slíkur flokkur fengi 1% fylgi, ef hann væri til. Afgerandi stefnur, sem eru þess virði að styðja þær, eru ekki fylgisvænar í stjórnmálum Íslands. Fylgisvænni eru loðmulla og miðjumoð. Mest er upp úr stefnuleysi að hafa, samfara “sterku” leiðtogaefni. Þá starta menn í 30% fylgi og framtíðin blasir við flokknum.