Sérstæð forsetaræða

Punktar

Að loknum fundi með Geir Haarde í dag flutti forseti Íslands sérstæða ræðu. Ég átti erfitt með að skilja hana, en fannst þó forsetinn flækja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann vildi sjálfur ráða stefnu hennar. Nefndi hann fjögur atriði, sem hann vildi fá framgengt. Það er nýtt í lýðveldinu, að forsetinn gefi fyrirmæli um stefnuskrá ríkisstjórnar. Ef hann meinar þetta í alvöru, flækir hann og tefur viðræður flokka um nýja ríkisstjórn. Hættulegt reynist vera að hafa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta. Vonandi hafa kastljós fjölmiðla bara blindað forsetann og vonandi verður ekki tekið mark á honum.