Sérstæðir vísindamenn

Punktar

Ein margra lyga stjórnarandstöðunnar í kosningabaráttunni er, að vísindamenn hafi raðað virkjunarkostum í svonefndri Rammaáætlun. Þeir voru pólitíkusar, Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður frá Sjálfstæðisflokki, Elín R. Líndal varaþingmaður frá Framsóknarflokki, Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri frá Samfylkingunni og Hjörleifur Kvaran hjá Orkuveitunni. Enginn þeirra getur flokkast sem vísindamaður. Flokkurinn og Framsókn vilja hverfa aftur að sérstæðum tillögum þessa fólks. Enda var rammaáætlunin, sem frá þeim kom, nánast bara óskalisti orkufyrirtækja fyrir hrun. Úrelt plagg einskis virði.