Sérsveitin er peð í tafli

Punktar

Ríkislögreglustjóri hefur gert öryggissveitina að pólitísku peði. Teflir henni fram í sína þágu í skák gegn lögreglustjóra Reykjavíkur. Allir sem einn skrifa dátar undir skrítið bréf. Þar telja þeir kollega ala “á öfund í garð sérsveitarinnar”. Þeir “frábiðja” sér umræðu um þeirra eigið starf. Vara þeir við hugmyndum Stefáns Eiríkssonar, sem Haraldi Johannesen er meinilla við. Hér hefur Haraldur stigið yfir ósýnilega strikið. Hann er kominn með hlýðinn her. Brýnt er að stoppa Johannesen, áður en hann verður að J. Edgar Hoover æxli landsins. Reka þarf hann og einkaherinn hans.