Forsætisráðherra hefur ekkert á móti samþjöppun og einokun í fjölmiðlun. Hann vill bara ákveða sjálfur, hver hafi. Fyrir tveimur árum leit út fyrir, að Morgunblað flokksins yrði eina dagblaðið í landinu og ríkissjónvarp flokksins yrði eina sjónvarpsfréttastofan í landinu. Þá var hann ánægður. … Síðan gerðist það, að kaupsýslumaður, sem hefur lengi farið í taugar forsætisráðherrans, bjargaði lífi tveggja dagblaða og er að vinna að því að bjarga einni sjónvarpsfréttastofu. Þetta hefur magnað fræga heift ráðherrans, sem nú er að láta þjóna sína á þingi setja lög til höfuðs sjónvarpsstöðinni. …