Nýfrjálshyggjan hrynur ekki bara í stórum sniðum, heldur líka í þeim smæstu. Heilsuverndarstöðin er einkafyrirtæki í ýmsum þáttum heilsu, rekið í gömlu Heilsuverndarstöðinni. Var gæludýr heilbrigðisráðherra og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars fékk stöðin úthlutað meðferðarúrræði fyrir fyllirafta. Þótt hún heimtaði hræra verð en SÁÁ og hefði enga reynslu af fylliröftum. Jórunn Frímannsdóttir varð illræmd af þessari einkavæðingu. Nú er Heilsuverndarstöðin gjaldþrota. Þannig eltir hrunið einkavinarekstur. Fyrir kúnnana hefði meðferðarúrræðið betur verið í opinberum rekstri.