Sértrúarsöfnuður Landsnets

Punktar

Ekki er nóg með, að kostnaður jarðstrengja hafi lækkað í námunda við kostnað af loftlínum. Jarðstrengir spara líka styrjaldir Landsnets við sveitarfélög, sem heimta jarðstrengi. Þeir spara líka viðhald og kostnað, sem leiðir af ísingu og öðrum hamförum í vetrarharðindum. Aðdragandi að lagningu jarðstrengja er einnig miklu styttri, tvö ár í stað átta, því að fyrirstöður eru færri í ferlinu. Landsnet hefur leikið þann soraleik, að panta bullskýrslur frá Mannviti og Eflu til að koma sér hjá að viðurkenna ofangreindar og augljósar staðreyndir. Skipta þarf út yfirmönnum Landsnets, sem koma fram eins og galinn sértrúarsöfnuður.