Sérvizkan er sönn

Fjölmiðlun

Brezkir og bandarískir blaðamenn eru farnir að kortleggja stjórn opinberra heimilda á fjölmiðlun. Hvernig New York Times skýrði frá kjarnorkuvopnum í Írak. Sem reyndust ekki vera til. Sem Hans Blix hjá Sameinuðu þjóðunum var búinn að segja, að væru ekki til. Hvernig fjölmiðlar fjölyrða núna um kjarnorkuvopn Írana, sem þó eru ekki til. Svokallaðir “ábyrgir fjölmiðlar” á Vesturlöndum eru meðvirkar málpípur ósvífinna svindlara á borð við Tony Blair og George W. Bush. Sannleikur ríkisvaldsins er tekinn trúanlegur. Réttum upplýsingum um hið gagnstæða er vikið til hliðar sem sérvizku.