Fyrir fáum dögum hugðist ríkisstjórnin stöðva verkfall flugumferðarstjóra. Núna gerir hún hins vegar ekkert gegn verkfalli flugvirkja. Er það þó engu skárri atlaga að þjóð, sem er fjárhagslega á hnjánum. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru brýnar. Höfum í bili ekki efni á landráðamönnum í okkar hópi. Svo virðist sem andstaða verkalýðsrekenda hafi hrætt ríkisstjórnina frá vilja þjóðarinnar í þessu efni. Einkum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna. Þau samtök eru meðsek stéttunum tveimur, sem ganga fram af þjóðinni. Sjálfsagt er að setja lög á öll verkföll ársins.