Fara verður varlega, ef eitthvað verður afskrifað af skuldum vegna húsnæðis og bíla. Fyrst og fremst verður að setja þak. Miðað verði við skuld vegna hóflegs húsnæðis og hóflegs bíls. Ekki verðlauna þá græðgisvæddu, sem keyptu raðhús og lúxusjeppa allt í skuld. Ekki gleyma, að skattgreiðendur komandi kynslóða borga brúsann á endanum. Þeir hafa fengið nóg á bakið, þótt þeir taki ekki líka yfir lúxusvanda ríka græðgisfólksins. Semsagt setja tuttugu milljón króna þak á dæmið. Afskrifa eitthvað innan þess, en ekki krónu utan þess. Þannig verði aðgerðin félagsleg, en verði samt ekki geðþóttaaðgerð.